verund-titill1.PNG - 7047 Bytes

verund-undirtitill-stj-spa04.png - 2819 Bytes

but-and-tilbaka.gif - 1269 Bytes
stjarna-hrutur.jpg - 2457 Bytes

Hrúturinn

Hvað svo sem þetta ár mun bera í skauti sér fyrir þig þá er eitt víst að það verður ekki leiðinlegt. Líklegt er að ný reynsla og tækifæri bíði þín á hverju horni. Sumt af því muntu geta nýtt þér, öðru ýtirðu frá, en það mun ekki skipta máli hvorn kostinn þú velur, sérhver möguleiki mun koma þér til að hugsa – og þannig muntu læra heilmikið. Persónuþroski þinn mun aukast verulega á árinu og eðlislæg tilhneiging þín til þess að framkvæma hluti, sameinast nýjum áformum þínum um að verða vísari og hagsýnni persóna. Árið mun því einkennast af persónulegum þroska.

stjarna-naut.jpg - 2533 Bytes

Nautið

Þetta verður kyrrlátt ár eftir langan og erfiðan stormakafla. Ekki svo að skilja að árið verði fullkomið, fæst þeirra eru það, en álagið verður svo miklu minna en verið hefur og þér mun finnast sem að þungu fargi hafi verið af þér létt. Fjárhagsstaða þín mun batna og hlutskipti þitt í lífinu virðast mun áhugaverðara en það hefur litið út fyrir að vera um langa hríð. Líklegt er að í starfi munir þú taka stórt skref fram á við, jafnvel fyrr og örar en maður gæti búist við undir öllum venjulegum kringumstæðum. Árið mun færa þér upphaf hamingjusamara og ánægjulegra tímabils á lífsleið þinni.

stjarna-tviburar.jpg - 2806 Bytes

Tvíburarnir

"Umbreyting" verður lykilorð þitt á árinu. Það gæti virst sem svo að allt í kringum þig sé að taka breytingum, en sú er ekki raunin. Umhverfið er ekki að breytast – það ert þú hins vegar. Ást og rómantík gæti orðið mun ánægjulegri en verið hefur hjá þér nokkurn tíma áður. Þetta gæti verið árið sem þú vinnur í alvöru að því að auka líkamlegt þrek þitt svo þú getir betur tekist á við streitu lífsins. Þegar líður að lokum ársins hefur þú orðið betur þenkjandi manneskja en áður. Þú skalt því ekki bara fagna nýju ári heldur líka nýrri framtíðarsýn. Þú munt skilja við árið 2004 sem mun vísari manneskja en þegar það hófst

stjarna-krabbi.jpg - 3150 Bytes

Krabbinn

Árið mun færa þér framför á öllum stigum. Viðskiptalíf þitt mun blómstra svo að þú gætir stundum talið að þú værir búinn að ná þeim árangri sem þig hefur alltaf dreymt um. Fram á haust ætti samband þitt við starfsfélaga að vera viðfelldið, samvinnuþýtt og skapa sterka einingu. Að mestu leyti munu persónuleg sambönd þín við fjölskyldu, vini og elskendur, verða í góðum gír allt árið, þó segja megi að engin sambönd séu fullkomin, og þar með talin þín. Þegar líður að lokum ársins munt þú horfa til baka, hreykinn af þeim árangri sem þú hefur náð.

stjarna-ljon.jpg - 2857 Bytes

Ljónið

Hvað svo sem fyrir mun bera á árinu þá mun það verða áhugavert fyrir ljónið. Háleitar hugmyndir þínar og góðar fyrirætlanir munu efla eldmóð þinn og ást á lífinu, sem er smitandi, og gæti því laðað að þér mikið af áhugaverðu fólki. Hvort sem þú ert án nokkurra tengsla eða sambanda við hitt kynið eða hefur verið gift(ur) í þrjátíu ár, þá mun rómantíkin spila stórt hlutverk. Þú hefur tekið mikla ábyrgð á herðar þér og valið þér leið, sem kallar á mikla hollustu. Þú munt vilja mikinn stuðning og þar með talið tryggan ástvin. Við árslok mun þér finnast þú full(ur) af nýjum hugmyndum að nýjum verkefnum og þú munt kynnast jafnvel enn meira af nýju fólki.

stjarna-meyja.jpg - 7611 Bytes

Meyjan

Árið mun einkennast af fullkláruðum verkum. Þú er mjög vinnusamur(söm) í eðli þínu, en þér gæti samt fundist að það væri enn meira í húfi á árinu. Sá árangur sem þú nærð mun líklega verða áfangar að stærri skrefum í framtíðinni – svo hin aukna fyrirhöfn, sem til þess þarf, er vel fórnarinnar virði. Líklegt er að þú endir árið í betri stöðu en þú hófst það í. Á hinn bóginn skalt þú athuga að þú vinnur til þess að lifa – en lifir ekki til þess að vinna. Gættu þess því að taka frá tíma fyrir ástvini þína og vinna líka bæði fyrir þá og með þeim.

stjarna-vog.jpg - 3011 Bytes Vogin

Árið byrjar með því að þú veitir of miklu af orku þinni í verkefni sem hafa litla þýðingu fyrir þig að öðru leyti en því að þau skapa þér laun. Þú hefur mikla ábyrgðarkennd og gerir alltaf skyldu þína, en í fyrstu getur verið að þú greiðir of hátt gjald fyrir þann eðlisþátt. Álagið gæti dregið lífsþrótt þinn óþægilega niður. Tilraunir þínar til þess að tryggja fjárhagslegan grundvöll þinn og styrkja tengslin við þína nánustu, munu vissulega bera árangur. Í lok ársins mun þér finnast þú vera sterkari, einbeittari og reynslunni ríkari. Í stuttu máli, þú hefur fullorðnast.

stjarna-sporddreki.jpg - 2943 Bytes Sporðdrekinn

Velgengni mun umvefja þig á þessu ári og margt mun eiga sér stað, sem þú getur verið hreykinn af. Starfið mun blómstra, fjárhagslegt öryggi þitt stöðugt aukast, ástarlífið blómstra – þó á ýmsu muni ganga í því síðast nefnda. Heimilislíf þitt mun vera öruggt og þægilegt, vegna þess að þú hefur sjálfur gert það þannig. Þar sem þú hefur oft áður, þegar miður hefur gengið, haldið að þú værir ekki meira en svo að skrimta í öllu tilfinningarótinu, þá er ekki ólíklegt að þér muni finnast að nú loksins hafi líf þitt hafist fyrir alvöru.

stjarna-bogamadur.jpg - 2810 Bytes

Bogamaðurinn

"Rekinn áfram" eru lykilorð þessa árs. Það mun ganga á ýmsu hjá þér, skiptast á árangur og mistök, öldur gleði og dalir vonbrigða. Í starfinu mun þér ganga vel að flestu leyti, þó þú hafir miklar væntingar og sért ekki tilbúin(n) að samþykkja mistök og óhöpp sem valda þér tvöfaldri vinnu við að leiðrétta þau. Í það heila tekið verður árið annasamt fyrir þig og þú munt stundum velta fyrir þér hvort þú hafir hreinlega tíma til þess að anda. Og það mun einmitt verða þín stærsta áskorun: að leyfa þér að fara aðeins hægar, slappa af og njóta ávaxta gleðinnar.

stjarna-geit.jpg - 2579 Bytes

Steingeitin

Árið kann að verða eitt það annasamasta sem þú hefur átt um langan tíma. Þú hefur hlotið ýmsan frama í starfi á síðustu árum og vilt að sá drifkraftur haldi áfram. Þú munt því halda áfram að vinna jafn mikið og áður. Það eru öll líkindi á að þitt persónulega líf verði ánægjulegt. Ástarlífið mun hafa bæði góðar og slæmar hliðar, en ef þú gefur þér tíma til þess að ræða við ástvin þinn, þá ætti að vera hægt að vinna sig út úr flestu, því ást ykkar á milli vantar ekki. Þegar líður að lokum ársins muntu verða meira en tilbúin(n) fyrir tækifæri næsta árs.

stjarna-vatnsberi.jpg - 2988 Bytes

Vatnsberinn
Ekki er víst að árið beri það í skauti sér sem þú nýtur mest (ferðalög út og suður, ævintýri, undankoma, sífellt hugarvíkkun) en það verður ár samræmis, kærleika og síðast en ekki síst, friðar. Flest ný sambönd, hvort sem þau tengjast vináttu, rómantík, nágrönnum eða starfi, munu í það minnsta verða viðkunnanleg og það mesta, samheldin, fastbundin og mjög samvinnuþýð, tengsl sem ekki verða auðveldlega rofin og sem gætu, þegar upp er staðið, orðið vinátta fyrir lífstíð.

stjarna-fiskar.jpg - 3039 Bytes

Fiskarnir

Aðalsmerki þessa árs mun verða öryggi, sköpun fjárhagslegs öryggis fyrir þig og fjölskyldu þína. Þú gætir þess vegna, áður en þú veist af, verið farinn að gera allt sem hægt er til þess að bæta við peningum í budduna, vinna lengi, leggja í einhverjar öruggar fjárfestingar, eða ef til vill vinna enn frekar að sölu einhverrar afurðar sköpunarhæfileika þíns. Og þar mun þér takast vel upp. Í árslok muntu hafa náð mörgum af markmiðum þínum og þar af leiðandi finna til mikillar ánægju með það sem þér hefur áunnist. Þú átt það líka skilið.